Frá 30. des. til 2. jan eru skáðir 14 sjúkraflutningar hjá Slökkviliði Akureyrar, þar af 5 neyðarflutningar. Ekkert alvarlegt slys var þó á þessu tímabili og ekki var þörf á sjúkraflutning vegna flugelda eða brunaslysa. Fyrsta eldútkall ársins 2006 var 2. janúar vegna elds í bíl í Eyjafjarðarsveit en hann er talinn ónýtur eftir brunann. Síðasta sjúkraflug ársins nr. 314 var á Gamlárskvöld um kl. 18 en þá var sjúklingur fluttur frá Vopnafirði til Akureyrar. Samtals voru fluttir 331 sjúklingar í þessum 314 sjúkraflugum. Fyrsta flug ársins 2006 og fyrsta flug samkvæmt nýjum samningi við Mýflug var síðan á Bíldudal um kl. 3 á nýjársnótt. Yfirmannað var á vakt hjá Slökkviliðinu allan frá 7:30 á gamlársdag til 7:30 2. janúar.