Þegar útkallið barst til okkar var tilkynningin afar greinagóð og allt í fari innhringjanda trúverðugt. Rósenborg (gamli barnaskólinn) hýsir margvíslega félagslega starfsemi og oft margt um mannin í þessu húsi.
Á staðinn fór allt vakthafandi varðlið ásamt auka mannskap á frívakt. Útkallið kom ofan í annað alvarlegt útkall þar sem tveir sjúkrabílar voru í,en annar bíllin átti tök á að fara beint í þetta eldútkall enda tilkynnt að eldur væri á jarðhæð hússins og börn komin út. Við komu á staðinn varð fljótt ljóst að um gabb var að ræða og hafist var handa við að komast að því hver innhringjandi var. Fljótlega beindist grunur að ákveðnum aðila og hann síðar handtekin af lögreglu og hefur játað verknaðinn.
Það er hreint út sagt óskiljanleg hegðun að kalla út viðbraðgsaðila á fölskum forsendum. Í útköllum sem þessum fara margar bifreiðar á forgangsakstri um bæinn aukast þá líkur á óhöppum í umferðinni því tengdu. Einnig teppir þetta viðbraðgsaðila í þarfalausum verkefnum þegar aðrir sem eru í neyð þurfa á þjónustunni að halda.
Kostnaður slökkviliðs er mikill við útköll sem þessi og mun slökkviliðið leggja fram kæru á hendur þessum aðila vegna þess.
Þorbjörn Haraldsson
Slökkviliðsstjóri