Í vikunni kom í hlað nýr 40 feta æfingagámur. Um er að ræða gám sem mögulegt er að æfa árásaraðferðir reykkafara á eld. Þessi gámur kemur til með að bæta verulega æfingarmöguleika liðsins. Það er Mannnvirkjastofnun sem lagði liðinu til gáminn og mun hann einnig nýtast öðrum nágrannaslökkviliðum. Eimskip kom svo að flutningi gámsins til Akureyrar og þökkum við þeim liðlegheitin.
Undirritaður vill þakka Mannvirkjastofnun fyrir jákvæðni og skjót viðbrögð við beiðni SA um gáminn.
Þorbjörn Guðrúnarson
Slökkviliðsstjóri