Ólafur Stefánsson hóf störf í dag sem varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar. Ólafur hefur mikla starfsreynslu innan slökkviliða og gegndi áður m.a. stöðu varðstjóra hjá slökkviliðinu. Einnig var hann slökkviliðsstjóri á árum áður hjá Slökkviliði Langanesbyggðar og mun reynsla hans nýtast vel á þessum vettvangi.
Ólafur er fullmenntaður sem slökkviliðs-og sjúkraflutningamaður og er einnig með próf í véliðnfræði og rekstrariðnfræði.
Við bjóðum Ólaf velkominn á nýjan starfsvettvang.