Það veit á gott þegar rólegt er að gera hjá okkur og gefur vísbendingar um að áramótagleði íbúa hafi farið vel fram.
495 sjúkraflug voru farin á árinu 2008 með 528 sjúklinga. Á Akureyri er miðstöð sjúkraflugs á landinu og er þjónustusvæðið allt landið utan Vestmannaeyja, flugfélagið Mýflug sér um flugvélakostinn. Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar fara í öll sjúkraflug og einnig læknar frá FSA sé þess óskað. SA hefur sinnt þessu hlutverki í 11 ár og hefur fjöldi sjúkrafluga nær tvöfaldst á síðustu 5 árum.
Gleðilegt ár
Þorbjörn Haraldsson
Slökkviliðsstjóri