Ný Slökkvibifreið SA

Bifreiðin er þriggja ára Mercedes Benz Actros, afar vel með farinn því hún lítur út sem ný. Enda einungis notuð sem lánsbifreið frá framleiðanda til slökkviliða sem voru að bíða eftir nýjum bílum.  

Bireiðin er smíðuð í Rosenbauer verksmiðjunni í Linz í Austurríki. Þess má geta að forystubifreið SA í dag var einnig byggð af Rosenbauer og hefur þjónað liðinu afar vel.

Bifreiðin samanstendur af:

  • 9000 lítra vatnstanki og 1000 lítra froðutanki.
  • Tveggja þrepa Rosenbauer R 600 dælu, dæluafköst eru 6000 lítrar á mínútu miðað við 3 m soghæð.
  • Vatnsbyssa á toppi bifreiðar er Rosenbauer RM 60 E, Afköst eru 5000 lítrar á mín við 10 bör. Kastlengd er 80 metrar. Færslugeta er 270° og færsla upp og niður er -20° til + 70°, hún er  stýranleg algerlega úr ökumannshúsi.
  • Vatnsbyssa í framstuðara er Rosenbauer RM 8 E, afköst eru 1000 lítrar/ mín miðað við 10 bör. Kastlengd er um 40 metrar í beinni bunu en 15 metrar í fullum úða. Færslugeta er 180°og færsla upp og niður -30°til +70°.
  • Úðastútar undir bíl eru fjórir tveir við framöxul og tverir við fremri afturöxul. hver stútur gefur um 75 lítra/ mín, við 10 bara þrýsting.
  • 55 metra handlínukefli eru í báðum hliðum bílsins með stútum sem gefa allt að 200 l/m við 10 bör.
  • Ljósamastur með fjórum kösturum.
  • 500 hestafla motor.

Þessi slökkvibifreið er afar mikilvæg til að viðhalda hærra öryggistigi á Akureyrarflugvelli þegar millilandaþotur eru að koma og fara. Enda sannaði ástandi í kringum gosið í Eyjafjallajökli þörfina.

Slökkvilið Akureyrar og Isavia eru í samstarfi er varðar slökkvi-og björgunarmál á Akureyrarflugvelli og er þessi bifreið hluti af því samstarfi.

Nú verður unnið að því að setja lausan búnað í bílinn og æfa mannskap. En það var Ólafur Gíslason og Co Eldvarnarmiðstöðin  sem fluttu bílinn inn.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.