Bifreiðin er þriggja ára Mercedes Benz Actros, afar vel með farinn því hún lítur út sem ný. Enda einungis notuð sem lánsbifreið frá framleiðanda til slökkviliða sem voru að bíða eftir nýjum bílum.
Bireiðin er smíðuð í Rosenbauer verksmiðjunni í Linz í Austurríki. Þess má geta að forystubifreið SA í dag var einnig byggð af Rosenbauer og hefur þjónað liðinu afar vel.
Bifreiðin samanstendur af:
Þessi slökkvibifreið er afar mikilvæg til að viðhalda hærra öryggistigi á Akureyrarflugvelli þegar millilandaþotur eru að koma og fara. Enda sannaði ástandi í kringum gosið í Eyjafjallajökli þörfina.
Slökkvilið Akureyrar og Isavia eru í samstarfi er varðar slökkvi-og björgunarmál á Akureyrarflugvelli og er þessi bifreið hluti af því samstarfi.
Nú verður unnið að því að setja lausan búnað í bílinn og æfa mannskap. En það var Ólafur Gíslason og Co Eldvarnarmiðstöðin sem fluttu bílinn inn.
Þorbjörn Haraldsson
Slökkviliðsstjóri.