Fjallabjörgunarnámskeiðið er sérsniðið að þörfum okkar og sérsveitar RLR og er markmiðið með því að gera þessa aðila hæfari til að vinna við erfiðar aðstæður, hvort sem er í byggð eða óbyggð. Oft er um að ræða björgun við erfiðar aðstæður og nauðsynlegt að þessir aðilar geti komist að sjúklingum með sérhæfðan búnað á öruggan hátt. Atvinnumenn eru yfirleitt fljótari á staðinn en björgunarsveitir og bæði er mikilvægt að geta hafið aðgerðir strax en ekki síður að geta unnið við hlið björgunarsveitarmanna og þekkja þeirra búnað og vinnulag. Í dag eru 19 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í SA jafnframt starfandi björgunarsveitarmenn í 4 björgunarsveitum þannig að nú þegar býr liðið yfir mikilli þekkingu á þessu sviði.
Sama má segja um námskeiðið með slöngubát. Slökkviliðið hefur yfir að ráða nýlegum slöngubát og mikilvægt að starfsmenn hafi kunnáttu í notkun hans og réttan persónubúnað. Báturinn er einkum ætlaður til björgunarstarfa við Akureyri og nágrenni, ef t.d. slys verða en getur einnig nýst til leitarstarfa. Við höfum átt samstarf við bátaflokk Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri en þar er svipaður bátur.
Mikilvægt er að eiga gott samstarf við björgunarsveitirnar því ekki má mikið út af bregðast tl að við treystum á þá til aðstoðar, ef slys eða óhöpp verða í byggð eða í því nærumhverfi þar sem viðbragðstími skiptir sköpum. Að sama skapi ætti sú sérþekking sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa yfir að ráða, að geta nýst við leitar- og björgunarstörf þar sem björgunarsveitir eru í lykilhlutverki. Atvinnumenn og sjálfboðaliðar verða að þekkja hvorir aðra og geta unnið saman því okkar sameiginlega markmið er að koma fólki til hjálpar.
Hmmm, spotti hér og þar.... Rolf, Vigfús og Gunnar leiðbeinandi spá í spotta.
Allir í beltum... Jón Sverrir (næst) og Helgi Schiöth bakvið ásamt lögreglumönnum.
Gunnar leiðbeinandi kennir Tomma litla réttu tökin!