Mikið álag vegna sjúkraflugs

Neyðarflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar fara með í öll sjúkraflug frá Akureyri hvort sem læknir fer með eða ekki.  Þessi vinna er öll unnin í útseldri vinnu og er unnin af sjúkraflutningamönnum á frívöktum.  Engir samningar eru við Slökkvilið Akureyrar um þessa mönnun og því er ekki um neinar bakvaktir að ræða.  Þetta er því mikið álag fyrir starfsmenn sem eru í vaktafríum því þeir eru í raun á ólaunuðum bakvöktum vegna sjúkraflugsins.  Hvert sjúkraflug tekur um venjulega um 4-6 tíma að afgreiða.

Þar fyrir utan sér Slökkvilið Akureyrar um alla umsýslu vegna sjúkraflugsins, tekur við beiðnum, metur forgang, ræsir viðkomandi flugfélag, ræsir viðkomandi fluglækni sem er á bakvakt og gerir aðrar ráðstafanir vegna flugsins.  Ennfremur sér Slökkvilið Akureyrar um allan búnað vegna flugsins og sér um að hann sé ávallt í lagi.