Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfi á milli leikskólanna, Slökkviliðs Akureyrar og Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Um er að ræða verkefnið Eldvarnir í leikskólum. Tveir slökkviliðsmenn heimsækja börnin í hvert skipti, með þeim í för voru slökkviliðsálfarnir Logi og Glóð. Að þessu sinni voru um 300 börn heimsótt á 14 leikskólum. Hver heimsókn tók um klukkustund. Farið var yfir verkefnið með börnunum í heild sinni. Einnig er þeim kennt hvert þau eigi að leita eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á þ.e. að hringja í 112 hvernig þau eigi að bregðast við ef eldur kemur upp. Börnin fengu líka að sjá hvernig slökkviliðsmaður lítur út þegar að hann er klæddur í fullan skrúða, þ.e. í slökkvigalla og með reykköfunartæki á sér. Eftir að hafa rætt við börnin inni þá er haldið út og slökkvibifreið skoðuð. Alls staðar var mjög vel tekið móti okkur og sýndu börnin og starfsfólk leiksskólanna þessu verkefni mikinn áhuga.
Öll börnin fengu afhentar möppur með verkefnum og viðurkenningarskjal um þátttöku þeirra í þessu verkefni.
Nánar má finna um verkefnið hér.