Liðsheild meðal slökkviliðsmanna

Hún hafði áhuga á að gera rannsókn á liðsheild meðal slökkviliðsmanna í slökkviliði Akureyrar sem hún svo setti fram í Mastersritgerð sinni.  Það er afar mikilvægt fyrir liðsheild sem slökkviliðið er að fá slíka utanaðkomandi skoðun á þáttum sínum. Heilt yfir kom liðið vel út en einnig var bent á ákveðna þætti sem mættu vera skýrari. Með slíka rannsókn í höndum þá gefst færi á að brýna og bæta enn liðið því til heilla í framtíðinni. Þú lesandi góður getur skoða skýrsluna hér og vitna ég hér í upphaf lokaorða skýrslunar sem hljóða svona: "Slökkvilið Akureyrar virðist búa yfir mörgum þeim eiginleikum sem prýða árangursríkt lið."

Undirritaður vill þakka Telmu Sveinsdóttur fyrir hennar áhuga sem hún sýndi á slökkviliði Akureyrar.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri