Slökkviliðið hefur þegar sinnt tveimur útköllum vegna vatnsleka þegar þetta er skrifað nú um hádegi. Annar lekinn er minniháttar innanhúss en hinn er talsvert meiri við Ásatún þar sem starfsmenn Akureyrarbæjar höfðu áhyggjur af því að rafmagnskassi væri að fara á kaf í vatni. Slökkviliðið mætti á staðinn og er enn að störfum. Meðfylgjandi myndir tók Alfreð Birgisson við Ásatún í dag þar sem Slökkviliðið er að dæla tugum tonna af vatni rétta leið.