Slökkvilið Akureyrar gefur sig ekki út fyrir björgunar- og leitarköfun, en við bregðumst við útkalli sem best við getum hverju sinni. Innan slökkviliðsins er einn leitar- og björgunarkafari með B-réttindi og tveir virkir sportkafarar, annar hefur tekið námsskeið í björgun- og leit. Þess utan hefur slökkviliðið á skrá atvinnu kafara sem möguleiki er að leita til þegar þörf þykir.
Lög um köfun 1996 nr. 31 2. apríl
Hver sem vill stunda atvinnuköfun skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
1. vera fullra 20 ára,
2. standast með fullnægjandi hætti heilbrigðiskröfur,
3. uppfylla menntunar- og hæfniskröfur,
4. hafa gilt atvinnuköfunarskírteini útgefið af Siglingastofnun Íslands.
Reglugerð um köfun 535/2001.
Atvinnuköfunarskírteini flokkast með eftirfarandi hætti:
A-skírteini, sem heimilar mettunarköfun á ótakmarkað dýpi.
B-skírteini, sem heimilar köfun með allan búnað niður á 50 metra dýpi.
C-skírteini, sem heimilar froskköfun ("SCUBA") niður á 30 metra dýpi án afþrýstibiðar.
D-skírteini, sem veitir réttindi til kennslu áhugaköfunar.
E-skírteini, sem ætlað er fyrir nema í atvinnuköfun