Leikskólaheimsóknir

Heimsótt voru í kringum 320 börn.  Hver heimsókn tók um klukkustund.  Alls staðar var mjög vel tekið á móti okkur og sýndu börnin þessu verkefni mikinn áhuga.  Farið var yfir verkefnið með börnunum í heild sinni.  Einnig var þeim kennt hvert þau eigi að leita eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á þ.e. að hringja í 112 – hvernig  þau eigi að bregðast við ef eldur kemur upp.  Börnin fengu að sjá hvernig slökkviliðsmaður lítur út þegar að hann er klæddur í fullan skrúða, þ.e. í slökkvigalla og með reykköfunartæki á sér.  Eftir að hafa rætt við börnin inni þá var haldið út og slökkviliðsbifreið skoðuð.

 Öll börnin fengu afhentar möppur með verkefnum og viðurkenningarskjal um þátttöku þeirra í þessu verkefni. 

 Tveir starfsmenn slökkviliðsins, einn starfsmaður eldvarnareftirlits Martha Óskarsdóttir og einn slökkviliðsmaður Alfreð Birgisson sem  fóru í þessar heimsóknir sem náðu yfir tvær vikur.

    

 

 

 

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.  http://brunabot.is/forvarnir_logi_og_glod.html