Góð þátttaka í könnuninni er forsenda þess að niðurstöðurnar nýtist Sjúkraflutningaskólanum m.t.t. skipulagningar á menntun og þjálfun. Einnig er þátttakan mikilvæg í ljósi þeirrar undirbúningsvinnu sem hafin er vegna bráðatæknináms á Íslandi. Að þessari könnun standa Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA), Sjúkraflutningaskólinn, Háskólinn á Akureyri, heilusklasi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Norðurslóðaverkefni sem Sjúkraflutningaskólinn er þátttakandi í. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri í samvinnu við Sjúkraflutningaskólann annast framkvæmd könnunarinnar.
Fengið af vef Sjúkraflutningaskólans. www.ems.is