Farið var yfir það m.a. hvernig hjálmurinn á að sitja á höfðinu. Einnig var farið yfir þær afleiðingar sem geta orðið af völdum hjólreiðaslysa ef hjálmur er ekki notaður. Mjög gaman var að heimsækja börnin og sýndu þau heimsókninni mikinn áhuga og voru virk í umræðum um þetta málefni.
Það voru þau Martha Óskarsdóttir eldvarnareftirlitsmaður og Alfreð Birgisson slökkviliðsmaður sem sáum um fræðsluna.