Ekki vantaði áhugann í þessi börn. Búnaðurinn vakti mikla athygli og síðan var ráðist í slökkvistörf. Miðað við einbeitingu og fagleg vinnubrögð þá eigum við marga góða upprennandi slökkviliðsmenn í framtíðinni.
Hópurinn var skipulagður og agaður og fóru allir eftir reglum Sigurðar Hólm varðstjóra. Hann útskýrði reglurnar fyrir hópnum sem raðaði sér upp og var tilbúin til slökkvistarfa. Þá var ekkert að vanbúnaði að munda slöngurnar og hefja slökkvistarfið. Þeir Þorlákur Snær og Magnús Smári slökkviliðsmenn á A-vakt voru síðan til halds og trausts við slökkvistarfið.
þorlákur var glaður með afrek hinna nýju eldhuga af yngri kynslóðinni.
Þökkum fyrir komuna.
Ykkar slökkviliðsmenn í Slökkviliði Akureyrar.