Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur unnið grunnleiðbeiningar um eldvarnir heimilanna á átta tungumálum í samvinnu við Alþjóðahúsið, 112 og Rauða kross íslands.
Það er nú birt í fyrsta skipti í Slökkviliðsmanninum. Ásamt hefðbundnum leiðbeiningum til fólks um eldvarnir er ítarlega fjallað um nýja viðhorfskönnun sem Gallup vann fyrir LSOS og Brunamálastofnun.
Í könnuninni kemur fram að fólk ber mjög mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ásamt því að mikil ánægja er með störf okkar.
"Slökkviliðsmaðurinn" á PDF formi.
Ennfremur er tilvalið að leyfa börnunum að prófa eldvarnarleik.
Fengið af heimasíðu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.