Um kl. 01:30 s.l. nótt tilkynnir neyðarlínan um eldboð í brunaviðvörunarkerfi að Tryggvabraut 22, á þriðju hæð. Þegar komið var á staðinn var töluverður reykur í stigahúsinu. Sendir voru strax inn tveir reykkafarar. Þegar betur var að gáð var um engan eld að ræða þar sem boðin komu frá. Grunur beindist fljótlega að þvottahúsi á neðstu hæð og kom þá í ljós að eldur var í vinnufötum og sloppum sem voru inn í lokuðum þurrkara. Reykskynjarakerfi var á staðnum en einhverra hluta vegna fór það ekki í gang. Mikil heppni var að brunakerfið á efstu hæð var í góðri virkni því annars hefði getað farið mun verr. Ekki eru upptök eldsins ljós en grunur leikur á að orsakavaldur sé sjálfsíkveiknun í fatnaðinum.