Við komuna á staðinn var talsverður eldur í húsinu en greiðlega gekk aö slökkva yfirborðseld eftir að reykkafarar fóru inn í húsið. Þó nokkur eldur kraumaði í þaki hússins og inn í veggjum og tók talsverðan tíma að ráða niðurlögum hans og þurfti að rífa mikið til að komast að eldinum.
Bústaðurinn er mjög mikið skemmdur en ekki er vitað um eldsupptök. Mikill vindur var að suðvestri og gerði það allt slökkvistarf erfiðara en vindurinn náði að dreifa eldinum mun víðar og hraðar um húsið en annars hefði verið.
Alls tóku um 15 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu en auk dælubíls og tankbíls var fengin haugsuga með um 18 þúsund lítra af vatni til viðbótar þeim 13 þúsund lítrum sem slökkviliðið kom með.
Vakt verður á húsinu í nótt.