Þegar Slökkviiðið kom á staðinn logaði eldur út um göt á millidekki aftarlega á skipinu. Reykkafarar voru strax sendir niður og náðu þeir fljótlega að slökkva eldinn sem var einangraður í rými bakborðsmegin. Eftir að eldurinn var slökktur var skipið reykræst. Slökkvistarfi var lokið um kl. 11.
Nokrrar skemmdir eru í rýminu þar sem eldurinn var og mikil mildi að hann breiddist ekki út. Snör viðbrögð starfsmanna Slippsins og áhafnar skipsins skiptu þar sköpum en þeir lokuðu rýminu þegar þeir sáu að þeir réðu ekki við eldinn. Einnig munar mikið um að Slökkviliðið er í næsta húsi við Slippinn og því fljótir á staðinn.