Slökkviliðið á Akureyri var kallað út rétt fyrir kl 12 í dag vegna elds í ferðavagni á tjaldsvæðinu við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Í fyrstu var óttast að eldurinn næði að berast í bifreið og nærliggjandi ferðavagn en snör viðbrögð viðstaddra kom í veg fyrir það. 3 voru inni í vagninum þegar eldurinn kom upp og voru það tjaldsvæðagestir sem björguðu fólkinu út. Þegar slökkvilið kom á vettvang slökkti það eld sem enn var logandi en lítið var eftir af ferðavagninum. Aðilarnir 3 sem voru inni í vagninum voru fluttir á bráðamóttöku með brunasár.
Töluvert hefur verið að gera hjá Slökkviliðinu á Akureyri í sjúkraflutningum og sjúkraflugi. Frá því á fimmtudag til og með laugardegi hefur liðið sinnt 35 sjúkraflutningum á landi og flogið með 18 sjúklinga í 16 sjúkraflugum