Samtals tóku um 20 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu. Vegna námskeiðs voru óvenjumargir slökkviliðsmenn tilbúnir til útkalls og fóru 13 slökkviliðsmenn strax á vettvang á þremur dælubílum auk sjúkrabíls. Til viðbótar voru síðan kallaðir til 7 aukamenn. Húsið er talið ónýtt en það er timburhús á einni hæð. Talið er að eldurinn hafi komið upp vegna gassprengingar.
Ljóst er að slökkviliðsmenn voru í stórhættu við slökkvistörf en í húsinu reyndust vera á þriðja tug stórra gaskúta.
Sjá einnig myndir.