Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl 19:00 í gærkveldi vegna elds í fjölbýlishúsi í Melasíðu. Eldur hafði kviknað í olíu á potti og náði húsráðandi ekki að slökkva þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði olían í pottinum og töluverður reykur var í íbúðinni, sem var á fyrstu hæð, og í stigagangi. Þegar slökkvilið hafði slökkt í pottinum var íbúðin reyklosuð ásamt stigagangi. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Einhverjar skemdir urðu á íbúðinni vegna reyks.