Ekkert Fikt

Er þetta liður í átaki í forvörnum í kringum áramótin. Farið er yfir þær hættur sem geta skapast þegar flugeldar eru meðhöndlaðir og hvað þarf að varast. Reynt er að höfða sérstaklega til drengja þar sem að þeir eiga það til að vera að fikta með flugelda, taka þá í sundur og safna púðrinu saman til að reyna að búa til öflugri sprengjur. Þessar heimatilbúnu sprengjur eru stórhættulegar og hafa oft valdið miklum skaða. Það hefur sýnt sig að það eru drengir á aldrinum 9-16 ára sem verða helst fyrir skaða af völdum flugelda. Áhugi krakkanna á verkefninu er mikill.  Þó svo að það fari um sum þeirra þegar að fá að sjá nokkrar myndir af afleiðingum slysa af völdum flugelda.  Einnig fá þau að sjá myndband þar sem er fjallað um flugeldaslys og afleiðingar þeirra.  Miklar umræður skapast eftir hvern fyrir lestur og hafa margir sögur að segja frá óhöppum í kringum flugelda. 

Sjá má myndbandið hér.

    

http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=ekkert+fikt&meta=