Tilkynning um slysið barst um kl. 14:20. Sendir voru 2 sjúkrabílar á staðinn, auk dælubíls.
Voru tveir starfsmenn fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið á sig natríum hýdroxíð. Þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir og reyndist slysið minna en menn töldu í upphafi.
Að sögn slökkviliðsins var annar starfsmaðurinn að þrífa tækjabúnað með efninu þegar slanga losnaði og sprautaðist efnið á þá í litlu magni. Þetta gerðist í opnu rými, sem var vel loftræst.
Starfsmenn brugðust strax við samkvæmt viðbragðsáætlun og voru skolaðir og meðhöndlaðir á réttan hátt.