Á þessum fundi var ákveðið að námskeiðið hefjist á ný mánudaginn 13. febrúar fyrir SHS menn en 20. febrúar fyrir SA menn. Í fyrri vikunni munu SHS menn taka verklega viku eins og við gerðum núna í nóvember. Námskeiðið hjá okkar mönnum stendur því í 5 vikur. Hluti af námskeiðinu verður samkeyrður þ.e. menn fara á milli í ákveðin tíma en að öðru leyti verður notað við fjarfundabúnað við bóklega kennslu en verklega kennsla fer fram á hvorum stað fyrir sig.
Það efni sem nú verður farið er m.a. hættuleg efni, olíueldar, verðmætavernd, hnútar og bönd, rústabjörgun, sérstakar hættur, eldur í flugvélum, eldur í skipum, forvarnir, brunarannsóknir, almannavarnir og fl. auk þess sem farið verður nánar í ýmislegt sem áður hefur verið farið s.s. reykköfun, vatnsöflun, björgunartæki og fleira.