19.11.2006
Auk þessara verkefna hafa verið nokkur eldboð þar sem ekki hefur verið um eld að ræða. Slökkviliðið sinnti einnig tveimur útköllum í gær, annars vegar þurfti að dæla vatni úr brunni vegna frosts og hins vegar þurfti að aðstoða áhöfnina á Laxfossi við að bræða klaka af lúgum skipsins til að hægt væri að opna þær. Í gær var um 15 stiga frost á Akureyri og það er ekki draumaveður slökkviliðsmanna þar sem þá er erfitt að vinna með vatn og dælur.