Annir í sjúkraflugi.

Skemmst er að minnast síðastliðins laugardags þar sem sjúkraflugvélin var um 9 tíma í ferðum um landið þvert og endilangt. Í gær hófst sjúkraflug kl: 09.15 með ferð frá Akureyri til Reykjavíkur. Þaðan fór vélin síðan til Bíldudals og flutti sjúkling til Reykjavíkur. Um það leyti sem vélin var nýkomin í loftið á leið til Bíldudals kom beiðni um flug frá Neskaupstað til Reykjavíkur. 

Sjúkraflugvélin og áhöfn hennar hélt því til Norfjarðar að afloknu flugi frá Bíldudal til Reykjavíkur. Vélin flutti viðkomandi til Reykjvíkur frá Norfirði og hélt síðan til heimastöðva á Akureyri. Kl: 16:06 lenti síðan sjúkraflugvélin hér á Akureyri en ekki liðu nema um 20 mínútur þegar beiðni um flug frá Höfn í Hornafirði barst um sjúkraflug til Reykjavíkur.

Það var síðan ekki fyrr 12 tímum og fjórum sjúkraflugum seinna frá fyrsta flugi dagsins eða kl. 22.15 sem áhöfn sjúkraflugvélarinnar hafði lent á Akureyri og lokið störfum í bili.

í dag föstudag er síðan ballið byrjað og hófst fyrsta flug kl: 08:20 og er vélin í þessum skrifuðu orðum í öðru flugi dagsins sem kom í kjölfar þess fyrsta.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri