Sjúkraflugvél Mýflugs var send austur með bráðatækni og þrjá neyðarflutningamenn um 13:50. Hálftíma síðar fór Twin Otter vél Flugfélags Íslands með 7 manna greiningarsveit frá FSA ásamt öðrum bráðatækni og neyðarflutningamanni frá SA. Ennfremur voru gerðar ráðstafanir með að senda aðra vél frá Mýflugi með tvo neyðarflutningamenn til viðbótar en Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð afþakkaði þá vél.
Þegar þetta er skrifað er verið að fara með tvo þá mest slösuðu í sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur en reiknað er með að Twin Otter flugvélin taki tvo sjúklinga til Akureyrar en Fokker vél frá FÍ flytji 6 sjúklinga til viðbótar til Reykjavíkur.