Eftir að farþegar voru komnir frá borði var farþegarýmið kannað en ekkert fannst óeðlilegt. Talið er líklegast að reykur frá bremsum hafi borist inn í farþegarýmið og reykurinn átt því eðlilegar skýringar. Þotan flaug svo áfram til Keflavíkur og verður þar væntanlega tekin til nánari skoðunar.