Slökkviliðið var kallað út rétt fyrir kl 22 vegna elds í íbúð við Gránufélagsgötu.
Vaktin fór á staðinn á dælubíl og sjúkrabíl. Á leiðinni fengust upplýsingar um að íbúi væri kominn út og við komu á staðinn var ljóst að búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki en eldurinn hafði komið upp í plastpoka og fleira dóti sem lá á eldavélarhellu. Slökkviliðið flutti íbúann á slysadeild vegna gruns um Reykeitrun og reykræsti íbúðina.