Haft var samband um 22:50 í gærkveldi og óskað eftir aðstoð Slökkviliðs Akureyrar við að útvega flugvél. Haft var samband við Flugfélag Íslands sem hefur þjónustað austurstönd Grænlands, en ekki var mögulegt að fá flugvél frá þeim. Af því búnu var haft samband við Landhelgisgæsluna og athugað með Fokker vél þeirra, ekki reyndist mögulegt að nýta þann kost þar sem flugmenn voru komir á tíma. Á þessari stundur var haft samband við Mýflug sem sér um sjúkraflug innanlands og er með sérútbúna sjúkraflugvél. Haft var einnig samband við Landsflug og flugfélagið Erni en ekki var um vélakost að ræða hjá þeim.
Landhelgisgæslan hélt áfram að vinna að lausn málsins sín megin en ljóst varð að þrátt fyrri að flugmenn gætu komið inn þá væri ekki lendigarfært fyrir Fokker í Nuuk. Um sama leyti og þessa upplýsingar berast tilkynnir Mýflug að þeir séu klárir til að fara í flugið og Flugfélag Íslands ætli að sjá um sjúkraflug innanlands á meða ef þurfa þykir en einnig er Mýflug með vél á Ísafirði.
Klukkan 11:29 fór síðan sérútbúin sjúkraflugvél frá Mýflugi í loftið frá Akureyri með Neyðarflutningsmann frá Slökkviliði Akureyrar og Lækni frá FSA. Um borð í vélinni er sérútbúnaður til sjúkraflutninga ásamt ferðafóstru. En um er að ræða tvo einstaklinga, kornabarn og einn fullorðin. Reiknað er með að vélin lendi Í Nuuk um 16:37 og áætluð koma til Reykjavíkur er síðan á milli 20 og 21. Það er ljóst að flug sem þetta kallar eftir að allir leggist á eitt að leysa málið og sú varð raunin í þetta sinn. Vakthafandi vakt Slökkviliðs Akureyrar ásamt Landhelgisgæslu og Mýflugi unnu að málinu síðastliðna nótt. Undir morgun var síðan hafist handa við að útbúa vél Mýflugs til flugsins og er hún nú á leið til Grænlands.
Slökkvilið Akureyrar hefur farið yfir 100 sjúkraflug sem af er ári og er þetta flug númer 101 og er það svipaður fjöldi og á síðasta ári.