Fimm starfsmennn liðsins leggja stund á námið sem stendur til 1. apríl n.k. Kennt er í gegnum fjarkennslubúnað en það er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem er umsjónaraðili námskeiðsins. Verkleg kennsla fer fram hér undir leiðsögn eldri liðsmanna. Von er á því að þeir nemar sem eru fyrir sunnan komi hér norður í hluta námsins og síðan fari nemar héðan að norðan suður til að taka ákveðna þætti námsins þar. En SHS býr yfir afar góðu æfingasvæði sem verður nýtt í þeirri ferð.