Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
16.12.2008
Slökkvikerra með dælu, slöngum og öðrum búnaði verður staðsett í Bangsabúð, húsnæði hjálparsveitarinnar að Steinhólum. Slökkvilið Akureyrar mun sjá um að þjálfa og halda æfingar fyrir hjálparsveitina en ráðgert er að innan hennar muni 6-8 manna hópur sjá um þennan þátt. Þar að auki mun Slökkviliðið styðja við sveitina með námskeiðum og æfingum þessu tengdu .