Kl: 02:30 í nótt barst slökkviliði Akureyrar tilkynning
um reyk í vélarrúmi Samherjatogarans Kristine sem lá við bryggju á Akureyri.
Áhöfn skipsins brást við aðstæðum af mikilli fagmennsku og voru öll viðbröð
hennar hárrétt. Um leið og reyksins varð vart var slökkt á aðalvél skipsins,
gengið úr skugga um að enginn væri inni og rýminu lokað til að hindra aðgang
súrefnis að því. Vélstjórar fullvissuðu sig um að enginn eldur væri í rýminu
settu á sig reykköfunartæki og fóru inn til að setja rafmang á rýmið og blásara
í gang.
Þegar Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang fengu þeir
strax greinagóðar upplýsingar um ástandið og að engin eldur sé um borð og verið
sé að reykræsta. Orsakavaldur er gúmmítengi sem er áfast er við rafal skipsins.
Þessi vinnubrögð ásamt góðri upplýsingagjöf eins og
áhöfnin sýndi hjálpar slökkviliðinu gríðarlega því það þarf að gera ráðstafanir
um hve mikinn mannskap það þarf í verkefnið og eru eldar í skipum eitt það
alerfiðasta sem slökkvilið glíma við.
Ljóst er að áhöfnin er vel þjálfuð af slysavarnaskóla
sjómanna og greinilegt að haldnar eru reglulegar æfingar um borð.
Gunnar Björgvinsson
Varðstjóri A-Vakt