Martha Óskarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu í eldvarnareftirliti. Martha er 44 ára gömul og hefur starfað sem varðstjóri í Lögreglunni á Akureyri undanfarin ár en hún starfaði áður í Lögreglunni í Reykjavík.
Gunnar Björgvinsson er 38 ára slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður EMT-Paramedic sem kemur til starfa í varðliði. Gunnar er menntaður húsasmiður sem hefur starfað hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðissins síðan 1995 en þar áður starfaði hann hjá Slökkviliði Ísafjarðar. Gunnar hefur lokið öllum hugsanlegum námskeiðum í faginu og er mikill fengur að fá hann til starfa.
Magnús Smári Smárason er 22 ára múrari. Hann hefur starfað með björgunarsveitinni Súlum.
Hulda Þorgilsdóttir er lausráðin til afleysinga í sumar. Hulda er 24 nemi en hefur stundað ýmis störf.
Anton Carrasco er lausráðin til 1. október. Anton er 27 ára nemi í jarðfræði við H.Í. Hann hefur m.a. unnið sem yfirmaður skíðagæslu í Hlíðarfjalli og starfað í 10 ár með björgunarsveitinni Súlum.
Tómas Pálmi Pétursson er 34 pípulagningamaður. Hann hefur undanfarin ár starfað á sjó. Tómas Pálmi kemur til starfa 1. september nk.
Við bjóðum þau öll velkomin til starfa.