Mikið álag er búið að vera á slökkviliði Akureyrar það sem af er degi. Þegar þessi orð eru skrifuð er búið að fara í 7 sjúkraflug um allt land og þar af var fengin aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fara fyrir okkur á Ísafjörð, þar sem sjúkraflugvélin var upptekin á Höfn. Það vildi svo vel til að þyrlan var stödd á Akureyri vegna flugdags sem var haldin hátíðlegur í dag og var það auðsótt að fá þá í flugið.
Er þá tala sjúkrafluga sem Slökkvilið Akureyrar og Mýflug eru búin að sinna í þessum mánuði komin upp í 39.
Einnig er búið að vera mikið álag í sjúkraflutningum í dag og eru sjúkrabifreiðar okkar búnar að sinna 9 neyðarútköllum það sem af er degi. Einnig kom eitt eldútkall á meðan 2 sjúkrabílar voru að sinna neyðarútkalli á Hjalteyri.