Málþing viðbragðsaðila um sameiginlega fræðslu- og þjálfunarmiðstöð

 

Málþing slysavarna- og viðbragðsaðila.

Er skilvirkt  að viðbragðsaðilar séu með fræðslu og þjálfunaraðstöðu á einum  stað?

Getum við gert gott betra með því?

Með endurmenntun og þjálfun um landið, út frá slíkri fræðslu og  þjálfunarmiðstöð?

Er yfirskrift málþings slysavarna­­- og viðbragðsaðila sem haldið verður að   Hótel  Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, þann 29. nóvember 2018, kl: 09 - 15:30.

Alla daga, allt árið, allan sólahringinn er slysavarna- viðbragðsaðilar að velta við steinum til að sinna sem best, fjölbreyttum og krefjandi  störfum sínum, fyrir land, þjóð og ferðamenn sem hingað koma.

Það er ekki hægt að slá á það tölu hve oft  slysavarna- og viðbragðsaðilar á Íslandi hafa staðið sig vel í störfum sínum, stórir sem smáir, þrátt fyrir erfiðar aðstæður sem oft koma á landi eða sjó eða verkefni á erlendri grund. 

Það væri langt mál að koma öllum þessum árangri  slysavarna- og viðbragðsaðila í  eina stutta blaðagrein sem þessari. En til eru margar góðar heimildir skráðar í rituðumáli og myndrænuformi, sem ég hvet fólk til að kynna sér til að geta sett sig í spor alls þess fólks sem er og hefur unnið ótrúleg afrek landi og þjóð til heilla.

Ég er viss um um að ef kvikmyndaframleiðendur gerðu meira af  þáttum eða kvikmyndum um mörg af þessum afrekum, þá kæmu jafnvel inn peningar til að reka stóran hluta reksturs  slysavarna­­- og viðbragsaðila á Íslandi.

Nokkrir skólar eru til  sem slysavarna­­- og viðbragsaðilar reka í dag, sem eru að vinna frábært og gott starf. Þeir keppast við að sinna þörfum slysavarna­­- og viðbragsaðila og sumir skólarnir  sinna aukalega erlendum aðilum. Hafa námið og þjálfunina fjölbreytta eftir bestu getu hverju sinni, þá í fjarnámi, verklegum æfingum  og eða í samstarfi sín á milli eða við aðra aðila.

Alltaf eru menn að reyna gera gott betra með samstarfi, kaup á búnaði, fara erlendis fá þekkingu og reynslu.

Margir af okkar kennurum, leiðbeinendum og nemendum hafa farið  erlendis í gegnum tíðina, verið lengri eða skemmri tíma í stórum og smáum þjálfunarbúðum eða skólum. Komið heim fullir af þekkingu og reynslu af mismunandi námi og þjálfun fyrir  slysavarna­­- og viðbragsaðila.

En aðstaðan til margskonar verklegra æfinga á einum stað er ekki enn til árið 2018. Þar sem allir slysavarna­­- og viðbragsaðilar koma saman til að samnýta þjálfun, fræðslu og búnað, með reglulegri endurmenntun og þjálfun út um allt land, út frá slíkri fræðslu og  þjálfunarmiðstöð. Margt hefur verið reynt með góðum vilja og tilraunum, sem ekki hafa náð tilsettum árangri.

Á málþinginu ætla slysavarna­­- og viðbragsaðilar að skoða það, allir saman, hvort að slík fræðslu og  þjálfunarmiðstöð muni gera gott enn betra fyrir öryggi, hæfni og samstarf allra slysavarna­­- og viðbragðsaðila, í þágu lands og þjóðar um leið.

Málþingið er öllum opið sem láta sig fræðslu og þjálfunarmál varða á meðal slysavarna- og viðbragðsaðila. Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Jónsson síma 562 2962 eða lsos@lsos.is

Með kveðju,

Einar Örn Jónsson Ráðstefnustjóri/Slysavarna og björgunarmaður.