Hjólahjálp

Markmið verkefnisins er að hafa til taks sjúkraflutningamenn á mannmörgum viðburðum t.d 17. Júní, Akureyrarvöku og þess háttar viðburðum. Með þessu móti er verið að auka öryggi bæjabúa og þeirra gesta er bæinn sækja á slíkum stundum. Verkefnið miðar að því að vera á bæjartengdum viðburðurðum en einnig er reiknað með að óskað verði eftir slíkri vakt á fleiri viðburði.

 

Um er að ræða tvö reiðhjól sem starfa sem ein eining með búnaði. Hjólin verða mönnuð með sjúkraflutningamönnum frá slökkviliðinu. Talsverður sérhæfður búnaður er á hjólunum t.d hjartastuðtæki, búnaður til öndunaraðstoðar, súrefni, sáratöskur og búnaður til almennrar aðhlynningar.

 

Hjólateymið verður búið tetra fjarskiptabúnaði í beinu sambandi við neyðarlínu og slökkvistöð. Það er ljóst að með þessu móti er mögulegt að hefja aðgerir fljótt er upp kom óhöpp á þessum viðbuðum og draga úr áhættu í forgangsakstri sjúkrabifreiðar í mannþröng.