Reykkafarar brutu sér leið inn í húsið og fundu tvo sofandi í svefnherbergi á miðhæð og björguðu þeim út en mikill reykur var þá kominn um allt húsið. Grunur lék á um að fleiri væru sofandi í kjallara hússins en talsverður eldur var í þvottahúsi í kjallara. Fleiri reykkafarar voru þá sendir inn til að leita af fólki en enginn reyndist vera í svefnherbergi í kjallara hússins.
Allir fjórir íbúar hússins voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild með snert af reykkeitrun ásamt einum hundi sem komið var til dýralæknis. Slökkvistarf tók ekki langan tíma en nokkurn tíma tók að reykkræsta húsið.
Talsverðar skemmdir urðu á innbúi hússins af völdum elds og reyks.