Sjúkraflutningaskólinn á FSA stendur fyrir endurmenntun neyðarflutningamanna á hverju ári, endurmenntunin er til þess að viðhalda rétttindum og gefa neyðarflutningamönnum tækifæri til þess að tileinka sér breytingar og nýjungar í starfinu sem hafa orðið, á árinu sem leið. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans, Höskuldur Friðriksson ( SHS ) og Sveinbjörn Dúason ( SA ) bráðatæknar lögðu áherslu á börn og endurlífgun barna þetta árið. Námsskeiðið var haldið á Slökkvistöð Akureyrar og þótti í alla staði hafa tekist vel.