Við komu slökkviliðs á staðinn var staðfest að eldur væri í húsnæðinu á efri hæð og reykkafarar sendir inn. Körfubíll ásamt öðrum dælubíl var þegar sendur á staðinn. Skömmu síðar kom í ljós að eldurinn væri staðbundin við salerni á efri hæð staðarins og tókst að ráða niðurlögum hans tiltölulega fljótt. Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð milli þilja. Töluverður reykur var á efri hæð hússins og var það reykræst í framhaldi. Orsök eldsins má rekja til rafmagns handþurku á salerni