Samkvæmt upplýsingum frá Brunamálastofnun verður fénu varið til kaupa á búnaði og til að styrkja eldvarnaeftirlit í samráði við slökkviliðin í landinu, en átakið er helsta umfjöllunarefnið á ráðstefnu slökkviliðsstjóra sem Brunamálastofnun efnir til á Hótel Sögu í Reykjavík 9. og 10. mars. Skilyrt er að slökkviliðin eigi og reki búnaðinn í sameiningu.
Gert er ráð fyrir að fénu verði varið til kaupa á lágmarksbúnaði vegna viðbragða við mengunarslysum sem settur verður upp víða um land. Einnig verður keyptur búnaður til að efla þjálfun í slökkvistörfum og reykköfun, búnaður til að styrkja eldvarnaeftirlit í samvinnu sveitarfélaga og búnaður vegna viðbragða við stórum mengunarslysum á landi. Hann verður geymdur hjá slökkviliðunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, en hann má flytja hvert á land sem er með skömmum fyrirvara.
Björn Karlsson, brunamálastjóri, segist í tilkynningu vonast til að niðurstaðan af ráðstefnu slökkviliðsstjóranna verði eindregin og að unnt verði að ráðast í kaup á búnaðinum og koma honum í notkun sem fyrst.
Frétt af mbl.is