- Heimilt er að nota skotelda á tímabilinu 28. desember til 6. janúar ár hvert að báðum dögum meðtöldum. Meðferð þeirra er þó alltaf bönnuð frá miðnætti til 09:00 að undanskilinni nýársnótt.
- Aðeins þeir sem leyfi hafa til sölu skotelda er heimil sala þeirra.
- Þeir sem vinna við sölu skotelda skulu vera 18 ára og óheimilt er að selja skotelda, blys eða skrautelda þeim sem yngri eru en 12 ára.
- Þeir sem eru á aldrinum 13 til 16 ára mega kaupa skotelda sé þess getið í leiðbeiningum á vöru.
- Skoteldar mega ekki vera eldri en tveggja ára.
- Allar áletranir skulu vera á Íslensku.
- Notkun og sala skotelda frá 6. janúar til 28. desember er óheimil nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.
Lögreglan sendir öllum fjölskyldum óskir um gleðileg og slysalaus áramót og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða. Frétt af www.logregla.is.