Slökkvilið Akureyrar heimsækir elstu börnin í leikskólunum á svæðinu árlega til þess að fræða börnin og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa slökkviálfana Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum en þau eru sérstakir aðstoðarmenn slökkviliðsins í verkefninu. Hafa heimsóknirnar mælst vel fyrir. Tilgangur þeirra er einnig að tryggja traustar eldvarnir í leikskólunum sjálfum í samvinnu við starfsfólk. Verkefnið byrjar í byrjun september ár hvert og fer þá fulltrúi slökkviliðsins og tekur út brunavarnir í öllu leikskólunum á svæðinu.
Verkefnið ernær yfir um 20 leikskóla sem eru á starfssvæðinu og börnin í elsta árganginum eru um 300 talsins.
Verkefnið fór af stað vorið 2007. Markmið þess er þríþætt:
Við upphaf verkefnisins gera aðilar með sér samkomulag um eldvarnir og fræðslu. Slökkviliðið afhendir ýmis gögn sem tengjast verkefninu. Í samkomulagi um eldvarnir og fræðslu er kveðið á um hlutverk aðilanna.
Hér er hægt að fræðast meira um Loga og Glóð og samband þeirra við leikskólabörnin.
Hér fyrir neðan eru tvær stuttmyndir um Loga og Glóð sem leik- og grunnskólabörnum er sýnt.