Fimmtudaginn 16. maí síðast liðinn var haldin útskriftarhátíð fyrir börnin úr elstu deildum leikskólanna sem þakklætisvott frá Slökkviliðinu fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa sinnt í brunavörnum í leikskólunum í vetur. Þá voru leikskólarnir sóttir á rútum og boðið í heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þau glímdu meðal annars við þrautabraut, fengu að æfa sig á brunaslöngunum og prófa reykköfun. Að lokum var svo öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Um 220 börn mættu á Slökkvistöðina og áttu með okkur frábæran dag.
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með reynslu til starfa í fastar stöður. Um er að ræða sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.
Þann 20. febrúar síðast liðinn samþykkti Akureyrarbær brunavarnaráætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára. Brunavarnaráætlunin er jafnframt fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins. Stafrænar brunavarnaráætlanir eru unnar í gegnum Brunagátt, sem …
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.