Á mánudag og þriðjudag var áherslan lögð á reykköfun og eðli elds og m.a. æft í yfirtendrunargámi. Miðvikudagurinn fór síðan í vatnsöflun, bæði bóklegt og verklegt. Á fimmtudaginn var farið í gegnum hættuleg efni og búnað sem tilheyrir því en eftir hádegi voru aðkomuæfinar á flugvelli þar sem lögð var áhersla á aðkomu að flugslysum. Á föstudegi var síðan farið í klippuvinnu, björgun úr erfiðum aðstæðum og fleira. Sett var upp þrautabraut í kjallaranum á yfirgefnu húsi í miðbænum.
Á laugardaginn voru síðan keyrðar útkallsæfingar með stöðugri keyrslu. Fyrst var krefjandi vatnsöflunaræfing í Hörgárbyggð, síðan var björgun úr flotkvínni, síðan smá matur, síðan reykköfunaræfing, svo slysa- og bílbrunaæfing, síðan sjúkratilfelli með flutningi við erfiðar aðstæður. Dagurinn endaði svo með eiturefnaæfingu í Brim þar sem æft var með raunverlegt ammoníak, lífbjörgun og hreinsun. Í endanum á þeirri æfingu kom síðan alvöru eldútkall þar sem tilkynnt var um reyk frá húsi við Móasíðu en það reyndist aðeins vera eldur í útikamínu.
Sjá myndir á myndasíðu.