Vél frá Alicante lent á Akureyri

Einnig er komin til Akureyrar þyrla Landhelgisgæslunnar en fyrir er á vellinum ein vél Icelandair.

Sjúkraflugvél Slökkviliðs Akureyrar sem var í sjúkraflugi til Grænlands lenti í Reykjavík og mun fara strax í loftið aftur til Akureyrar.

Von er á tveimur erlendum sjúkraflugvélum til millilendingar á Akureyri á milli kl. 8 og 9 til að taka eldsneyti. Önnur kemur frá þýskalandi en hin frá Kanada.

Icelandair áætlar brottför frá Akureyri um kl: 12:00 til Glasgow og einnig er reiknað með Iceland express í loftið á svipuðum tíma.

Þá er von á vél til Akureyrar frá Manchester um kl: 15:00 í dag og einnig vél frá Glasgow um kl: 19:00. Hvor um sig áætluð með 180 farþega.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.