Mikill vatnsleki var í suðausturhluta hússins en öryggisverðir frá Securitas höfðu fengið boð frá viðvörunarkerfi. Fljótlega var komist að lekanum en hann var í verslunarrými sem verið er að útbúa fyrir verslunina Pier. Þar fór í sundur nýlögn og sjóðheitt vatnið fossaði um búðina, og flæddi síðan undir veggi yfir í nærliggjandi búðir. Verslunarrýmið var hreinlega gufusoðið þegar að var komið og hiti mikill í lekarýminu.
Um tveggja sm vatnslag var á gólfum. Slökkviliðið ásamt ræstingarfyrirtæki og starfsfólki var við að dæla núna fram undir kl: 08:00. Enn er unnið að hreinsun á vegum eigenda og má reikna með að sú vinna standi fram á daginn.
Þorbjörn Haraldsson
Slökkviliðsstjóri.