Lauslega í fáum orðum má segja að uppstillingin á notkun mælanna sé þrennskonar.
1. Einvirkir Toxi-RAE mælar sem greina Ammoníak, Súrefnis magn, Kolsýring, Sýru, Vetni og Klór. Þessir mælar eru settir á reyk-efnakafara þeim til viðvörunar og upplýsinga
2. Fjölvirkur Multi-RAE sem greinir efni ( tegund ) og þéttleika þess. Þessi mælir nýtist t.d. þegar rökstuddur grunur er um efnaleka, til staðfestingar á gerð og þéttni.
3. Mini-RAE 2000 PID mælir sem greinir efni/mengun umfram andrúmsloft í ppm. Þessi mælir nýtist vel í því að skynja hvort einstaklingur sé “mengaður” fyrir og eftir afeitrun.
Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins mun í framhaldinu fá sérfræðing frá framleiðanda sem mun kenna okkar mönnum notkun og umhirðu mælanna í viku 30.